Lausnir
Lausnir
Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Viðskiptagreind vinnur gögn þannig hægt sé að fá verðmæti úr þeim í formi vitneskju og tímasparnaðar. Stefna Origo er að bjóða upp á virðisskapandi viðskiptagreind í öllum sínum lausnum. Taktu upplýstari ákvarðanir um reksturinn með viðskiptagreind Origo. Fáðu aðgang að lifandi mælaborði með rauntíma gögnum, þar sem þú getur rýnt í fjölda greininga.
Taktu upplýstari ákvarðanir um reksturinn með viðskiptagreind Origo.
Fáðu aðgang að rauntíma gögnum um reksturinn þinn á einfaldan hátt.
Einfalt viðmót sem gerir þér kleift að fá sérsniðnar skýrslur eftir þínu höfði.
Microsoft Power BI er greiningartól í mikilli sókn sem gerir notendum kleift að útbúa gangalíkön og skýrslur með einföldum hætti. Öflugar aðgangsstýringar og einfalt að deila gögnum, skýrslum og mælaborðum.
Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í gagnagreiningu bjóðum við upp á námskeið í Microsoft Power BI. Einnig seljum við Power BI leyfi, bjóðum upp á kaup á sér aðlögunum í viðskiptagreind Origo og aðrar margvíslegar þjónustur í gagnagreind.
Viðskiptagreind Origo býður upp á öflugar vefþjónustur sem gerir þér kleift að nálgast gögnin þín í ýmsum vörum frá Origo á einfaldan og öruggan hátt. Vefþjónusturnar okkar eru í sífelldri þróun og bjóðum við upp á nýjar tegundir gagna reglulega.
Gagnasérfræðingar Origo hafa búið til gagnamódel sem er sérstaklega aðlagað að hugbúnaði Kjarna til þess að tryggja hraða og einfaldleika í vinnslu gagna.
Með viðskiptagreind Origo færðu tilbúnar greiningarskýrslur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir gagnamódel Origo. Þetta gerir þér kleift að rýna viðskiptagögnin þín strax.
Sameinar viðskiptagreind, áætlanagerð, spálíkön og gervigreind í eina öfluga skýjalausn (SaaS). Þróað á SAP HANA In-Memory tækni sem einfaldar SAC rekstrarumhverfið verulega í lausn hannaða með framtíðina í huga. Innbyggð gervigreind (Smart Discovery, Smart Insights, Search to Insight), málvinnsla (Natural language processing) og fullkomið athugasemda- og samskiptikerfi styðja samvinnu við ákvarðanir á grunni gagna sem aldrei fyrr.
SAP Business Objects hefur verið leiðandi á sviði viðskiptagreindar í áratugi. Skýrslugerð og mælaborð í lausnum eins og Webi Intelligence, Crystal Reports eða Lumira. Hægt er að aðlaga fjárfestingu að þörfum og nú er hægt breyta on-premise leyfum í hybrid SAP Business Objects og SAP Analytics Cloud lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að vernda núverandi fjárfestingu og komast í nútímalega skýjalausn með hagkvæmum hætti.
Timian er innkaupakerfi sem hjálpar fyrirtækjum að stjórna innkaupum og vörunotkun á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.
